Það kom engum á óvart að sá sigursæli leiðtogi Samfylkingar, Logi Einarsson, skipar efsta sætið á lista flokksins í Norðausturkjördæmi. En það kom fólki í hinu víðfeðma kjördæmi á óvart að í öðru sætinu er líka Akureyringur, Hilda Jana Gísladóttir bæjarfulltrúi. Þannig eru Austfirðingar og fleiri sniðgengnir þar sem um er að ræða von um þingsæti. Af sex efstu mönnum á listanum eru fjórir Akureyringar. Víst er að Austfirðingar eru ekki kátir með sinn hlut en rauði bærinn Neskaupsstaður á engan fulltrúa, þrátt fyrir að þar er að finna rætur Samfylkingar. Þessi aðdáun á Akureyringum getur orðið Samfylkingu dýrkeypt þegar gengið verður að kjörborðinu …