Einar Þorsteinsson borgarstjóri fær fremur harkaleg viðbrögð við þeirri ákvörðun sinni að slíta meirihlutasamstarfinu í borgarstjórn og nota flugvallarmálið sem tylliástæðu. Þetta gerist í framhaldi þess að flokkur hans mælist með aðeins rúmlega 2. prósent fylgi í Reykjavík. Þá hafa mál eins og græna martröðin í Breiðholti valdið óróleika í samstarfinu þar sem allir bera ábyrgð. Fjölmargir hafa fordæmt Einar fyrir ómerkilegheit. „Almáttugur hvað þetta er ómerkilegt,“ skrifar Illugi Jökulsson rithöfundur og uppsker velþóknun fjölmargra.
Óljóst er hvað tekur við í meirihlutamálum Reykvíkinga en talið er að Einar, sem er fyrrverandi formaður ungra sjálfstæðismanna í Kópavogi, stefni heim aftur og freisti þess að draga með þrjá borgarfulltrúa. Sjálfstæðimenn og Framsókn hafa ekki þann meirihluta sem til þarf að ná 12 borgarfulltrúa meirihluta. Ólíklegt er að sósíalistar fari með Einari. Örlög þeirra yrðu þá eins og gerðist hjá Vinstri grænum sem köfnuðu í kapítalismanum. Viðreisn virðist líkleg til að lengja pólitískt líf Einars og halda honum við völd.
Einar hefur tekið upp formlegar viðræður við oddvita Sjálfstæðisflokksins, Flokks fólksins og Viðreisnar. Þar gætu vegtyllur kitlað smælingja en samstarf við Einar sem oddvita gæti leitt af sér óbragð.
Sjálfstæðisflokkurinn, undir stjórn Hildar Björnsdóttur, hefur fram til þessa ekki verið talinn stjórntækur. Innandyra þar er gríðarleg ólga eftir að Hildur hótaði að birta opinberlega leyniupptökur af einskasamtölum félaga sinna.
Við blasir að það er ekki einföld lausn á stjórnkreppunni í Reykjavík og Einar gæti allt eins lent utan meirihluta og borgarstjórastóll hans er valtur. Líkurnar á að Framsókn þurrkist alveg út í Reykjavík árið 2026 aukast …