Laugardagur 23. nóvember, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Arftaki Agnesar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það stefnir í harðan slag um stól Agnesar Sigurðardóttur, biskups Íslands, sem hverfur úr embætti sínu á komandi ári eftir feril sem er þyrnum stráður.

Þegar hafa tveir prestar upplýst að þeir hyggist sækjast eftir embættinu. Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur í Háteigskirkju, og Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju, hafa lýst yfir áhuga sínum á embættinu og búist er við að fleiri muni stíga fram. Meðal þeirra sem eru nefndir til sögu þar er Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti. Þá hefur sá frjálslyndi prestur, Davíð Þór Jónsson, einnig verið nefndur til sögunnar.

Agnes tilkynnti í ársbyrjun að hún myndi láta embætti að einu og hálfu ári liðnu. Harðar deilur hafa geysað um fgramgöngu hennar í embætti.  Meðal annars er gagnrýnt að Ragnhildur Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Biskupsstofu, endurnýjaði ráðningarsamning Agnesar til og með 31. október 2024 án aðkomu kirkjuþings. Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings, gagnrýndi gjörninginn og lýsti furðu sinni á því að undirmaður gerði samning við yfirmann sinn.

Arftaka Agnesar bíður það erfiða verkefni að byggja upp traust innan Þjóðkirkjunnar að nýju …

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -