Rithöfundurinn Arnaldur Indriðason er lítið fyrir að hafa sig í frammi. Þau undur og stórmerki urðu þó nú um helgina að var í viðtalið við Kolbrúnu Bergþórsdóttur í Fréttablaðinu. Segja má að þema viðtalsins við konung glæpasagnanna, sem verður sextugur á næsta ári, hafi verið hve honum leiðist fara í slík viðtöl og hve áhugalaus hann er um að vera frægðarmenni. „En annars er ég alltaf að berjast gegn frægðinni og er aldrei glaðari en þegar einhverjum misheyrist þegar ég kynni mig og kallar mig Harald eftir það,“ segir hann en upplýsir að hann stundi golf og á vellinum gauki fólk stundum að honum hugmyndum um efni í glæpasögu,. Viðtalið er eflaust í tilefni þess að ný glæpabók hans er komin út og bæði Ragnar Gunnarsson og Yrsa Sigurðardóttir, samkeppnisaðilar Arnaldar róa á sömu mið og vilja hásæti hans. Yrsa er einmitt á forsíðu Moggans nú um helgina …