Árni Tómas Ragnarsson gigtarlæknir þykir vera glöggur á það sem er rétt eða rangt. Hann segist lengi hafa haldið tryggð við Moggann þótt honum mislíkaði ýmis brenglun í blaðinu og skoðanir hans fari ekki saman með boðskap Moggans. En nú er Árni búinn að fá nóg og hann krefst þess að Davíð Oddsson víki af ritstjórastóli. Þetta kemur fram í grein sem hann ritar á Vísi og vitnar meðal annars til til aðdáunar Davíðs á Donald Trump og árásir Moggans á Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, þar sem blaðamenn fylgja ritstjóra sínum æi rógsfeðinni. Hann segist munu segja Morgunblaðinu upp ef Davíð hætti ekki af sjálfsdáðum eða verði rekinn.
Morgunblaðinu er haldið úti af Guðbjörgu Matthíasdóttur, auðkonu frá Vestmannaeyjum, sem lagt hefur himinháar upphæðir í rekstur Moggans undanfarin ár og situr í stjórn miðilsins. Nýverið tryggði Guðbjörg sér þá einu prentvél sem getur boðið sömu þjónustu og útgáfa Moggans. Viðskiptin, sem tryggðu Guðbjörgu einokun, áttu sér stað í gegnum þá umdeildu lögfræðistofu Lex þar sem slitastjóri fjölmiðlafyrirtækisins Torgs starfar.
Mogginn tapaði 250 milljónum króna í fyrra og þiggur fjölmiðlastyrk og á tæplega 70 milljónir króna. Sú upphæð samsvarar launum tveggja ritstjóra Moggans sem blómstra sem fjólur á haugi í stórtapi útgáfunnar …