Fjölskylduhjálp Íslands leikur á reiðiskjálfi vegna ásakana um rasisma og að mismuna skjólstæðingum eftir þjóðerni. Vitni hafa stigið fram sem lýsa ónotum af hendi Ásgerðar Jónu Flosadóttur, leiðtoga samtakanna, eða jafnvel áreitni. Ásakanir ganga út á það að innflytjendur fái jafnvel minni aðstoð en innfæddir auk aðkastsins. Fjölmenningaráð Reykjavíkurborgar hefur krafið Ásgerði skýringa og vill skýrslu. Ef marka má Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, þá er um að ræða pólitíska aðför að flokknum en Ásgerður Jóna er varaþingmaður þar. Hún fjargviðraðist ógurlega á Útvarpi Sögu og fetaði slóð Donalds Trump. Venjulega er Ásgerður afskaplega áhugasöm um að koma fram í fjölmiðlum en nú neitar hún öllum viðtölum og heldur sig í skugganum …