Miðvikudagur 27. nóvember, 2024
3.2 C
Reykjavik

Áslaug sperrir stél

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fátt getur komið í veg fyrir að kosið verði um formann Sjálfstæðisflokksins á landsfundi eftir rúmt ár. Bjarni Benediktsson er á förum, fullsaddur af átökum og fylgistapi. Flokkurinn mælist í skammarlega lágu fylgi á meðan Samfylking fer með himinskautum.  Krónprinsessa Bjarna er Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sem hugsanlega verður formaður án kosningar í haust.

Hið eitursnjalla plan um að gera Guðlaug Þór Þórðarson að sendiherra, og tryggja þannig frið við leiðtogaskiptin, gekk ekki upp af þeirri einföldu ástæðu að hann vill ekki fara og ætlar að berjast áfram til æðstu metorða í flokknum. En hugsanlega þarf hann ekki aðeins að kljást við Þórdísi Kolbrúnu því nú heyrist að ráðherra vísinda, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, sé farin að þenja brjóst og sperra stél, albúin þess að verða formaður. Áslaug þykir einkar klókur stjórnmálamaður eins og sjá má af því að hún gerði Bjarna afturreka með þá ákvörðun að svipta hana ráðherradómi …

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -