Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir alþingismaður hefur boðað til fundar á morgun. Hún auglýsir fundinn í Morgunblaðinu en tilgreinir ekki fundarefnið. Ljóst þykir að hún þenur brjóst og sperrir stél, þess albúin að taka við keflinu í Sjálfstæðisflokknum.
Eftir að Þórdís Kolbrún Reykjafjörð Gylfadóttur hætti við formannsframboð hafa líkur aukist á að Áslaug Arna eigi raunhæfa möguleika á embættinu. Ólíklegt er talið að Guðlaugur Þór Þórðarson leggi í slaginn við hana. Hann er tekinn að eldast í pólitík og tapaði á sínum tíma einvíginu við Bjarna Benediktsson, hinn fallna leiðtoga. Þá er eiginkona hans sögð vera framboðinu andvíg.
Það kann þó að setja nokkurt strik i reikning Áslaugar Örnu ef Guðrún Hafsteinsdóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, ákveður að taka slaginn. Það sem fólk hefur helst á móti Áslaugu er unggæðisháttur hennar og litríkur lífsstíll. Reynsluleysi Guðrúnar er einhverjum áhyggjuefni. Sigurlíkurnar eru Áslaugu Örnu í hag en þó er ekkert gefið í þessum efnum …