Miðvikudagur 15. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Slæmir dagar Ásmundar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ásmundur Einar Daðason, ráðherra framhaldsskóla og barnamála, er í verri málum en undanfarin ár. Ráðherrann hefur notið fádæma hylli vegna afskipta sinna af málefnum barna sem hann hefur fært til betri vegar. Um tíma þótti hann jafnvel vera formannsefni Framsóknarflokksins þegar Sigurður Ingi Jóhannsson hverfur á braut. En nú er hún Snorrabúð stekkur. Frænkur Ásmundar úr Dölunum halda úti hlaðvarpi um meinta spillingu ráðherrans og afbrot. Þótt sumt sé þar óljóst er víst að yfirlýsingar hinna herskáu ættingja skaða hann sem stjórnmálamann.

Nýjasta áfallið í pólitísku lífi ráðherrans er vanhugsuð sameining Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans sem átti að kýla í gegn á ljóshraða. Allt logar í norðlenska bænum vegna þessa og nú hefur Karl Frímannsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, misst kjarkinn og lýst sig alfarið andvígan því að leggja upp í þá vinnu að sameina skólana og segir sig frá því verkefni að undirbúa slíkt. Áður hafði skólameistarinn lýst sig jákvæðan en snerist hugur. Þetta eru ekki góðir dagar hjá Ásmundi Einar sem er á hröðum flótta með frænkur og skólameistara á hælunum …

.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -