Miðvikudagur 27. nóvember, 2024
3.2 C
Reykjavik

Ásta rekur framkvæmdastjóra

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ásta Sigríður Fjeldsted, forstjóri Festis, hefur svo sannarlega tekið til hendinni frá því hún tók við starfi sínu í kjölfar þess uppgjörs sem varð þegar Eggert Þór Kristófersson forstjóri var látinn taka pokann sinn þrátt fyrir velgengni. Hann var látinn fara í kjölfar þess að stjórnarmenn og eigendur tengdust pottamálinu fræga í Borgarfirði sem Vítalía Lazareva sagði eftirminnilega frá. Hann þótti sýna Vítalíu skilning í málinu.

Nú hefur Ásta rekið tvo af framkvæmdastjórum samstæðunnar sem rekur N1, Krónuna og Elkó. Þannig fengu Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1, og Kolbeinn Finnsson framkvæmdastjóri rekstrarsviðs, að fjúka. Ýmir Örn Finn­boga­son var ráðinn fram­kvæmda­stjóri N1 í hans stað.

Ásta þykir vera ákveðin og hörð í horn að taka. Hún mun þó þurfa á öllu sínu að halda í slagnum við Bónus sem er helsti samkeppnisaðilinn. Því er spáð að hún eigi eftir að marka sín spor eftirminnilega í viðskiptalífinu á næstu árum. Hún er aðeins rúmlega fertug og á framtíðina fyrir sér …

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -