Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hefur í nógu að snúast þessa daganna og er ekki hægt að segja að fyrstu dagar ríkisstjórnarinnar hafi verið rólegir. Skrifast lætin þó nánast eingöngu á Flokk fólksins en hann hefur verið settur undir smásjá fjölmiðla og þá sérstaklega Morgunblaðsins og verður forvitnilegt að sjá hvernig forsætisráðherrann tekst til að halda stjórninni saman í fjögur ár.
Eitt sem er þó ekki á dagskrá stjórnarinnar, þrátt fyrir mikið tal um hagræðingu, er að selja Landsbankann. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur kallað eftir því að Kristrún selji hann og Íslandsbanka.
En þrátt fyrir ungan aldur miðað við forsætisráðherra veit Kristrún að þjóðin vill að ríkið eigi Landsbankann og hún gæti allt eins sagt af sér myndi hún stinga upp á slíkri vitleysu enda er hann banki allra landsmanna, líka Kristrúnar …