Athafnamaðurinn Sturla Sighvatsson á í vanda vegna Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem krefst nauðungarsölu á átta íbúðum í fjölbýlishúsi hans við Grænásbraut 604A, að Ásbrú í Reykjanesbæ. Viðskiptablaðið segir frá þessu. Sturla er fyrrverandi forstjóra leigufélagsins Heimavalla sem átti fjölda eigna á svæði Varnarliðsins. Sturla er þekktur sem barnastjarna sem lék aðalhlutverkið í Benjamín dúfu og fór kostum. Eftir að hann fullorðnaðist þá lagði hann stund á fjárfestingar í húsnæði sem hafa ekki skilað því sem lagt var upp með. Kröfurnar vegna Grænásbrautar nema 105 milljónum króna en Sturla fékk á sínum tíma lán hjá Húsnæðisstofnun upp á 190 milljónir króna á kjörum sem að sögn Viðskiptablaðsins voru eingöngu ætlaðar „óhagnaðardrifnum“ leigufélögum …