Föstudagur 29. nóvember, 2024
-9.2 C
Reykjavik

Birgitta hoppar inn í stjórnmálin

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sósíalistaflokki Gunnars Smára Egilssonar vex stöðugt fiskur um hrygg. Hver kanónan af annarri raðar sér í fylkingu flokksins. Skemmst er að minnast að Þór Saari, fyrrverandi þingmaður Borgaraflokksins, gerði hlé á eyðimerkurgöngu sinni og tók annað sæti á lista flokksins í Kraganum. Væntingar standa til þess að Sólveig Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Ragnar Þór Jónsson, formaður VR, taki líka slaginn með sósíalistum. Flokkurinn mælist sterkur í könnunum og mjög líklegt að hann nái fólki inn á þing. Nú síðast stökk Birgitta Jónsdóttir, hugsjónakona og forsmáður fyrrverandi leiðtogi Pírata, um borð í skútu Gunnars Smára og mun örugglega draga með sér fylgi frá Pírötum sem vita ekki sitt rjúkandi ráð. Hermt er að þegar fari hrollur um talsmenn kerfisflokkanna sem sjá sína sæng upppreidda ef Sósíalistar komast sterkir inn …

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -