Hörmungarfylgi Sjálfstæðisflokksins hefur náð nýjum botni og losar 13 prósent. Þetta er sumpart skrifað á stöðnun og spillta forystu Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra sem hefði átt að þekkja sinn vitjunartíma og hætta.
Á meðan slagsíða Sjálfstæðisflokksins eykst er Viðreisn á fleygiferð og er mælist stærri en Sjálfstæðisflokkurinn. Viðreisn nýtur þess að vera með þingmenn og frambjóðendur sem eru trúverðugir. Sigmar Guðmundsson, fyrrverandi sjónvarpsmaður, er einn þeirra. Hann hefur með afgerandi hætti og af einlægni tekið slaginn fyrir fólk í fíknivanda og berst fyrir fleiri úrræðum í þeirra þágu. Sigmar er frábært efni í heilbrigðisráðherra sem gæti tekið á einum stærsta vanda samfélagsins. Þá má telja víst að Jón Gnarr skemmtikraftur hjálpi flokknum með sínu lagi við að fá vind í seglin.
Ekki er ólíklegt að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, eða Kristrún Mjöll Frostadóttir, formaður Samfylkingar, standi með pálmann í höndunum eftir kosningar og önnur þeirra verði forsætisráðherra í þriggja flokka ríkisstjórn sem stefni ákveðið að ESB-aðild. Sú staða yrði Bjarna Benediktssyni og frammistöðu hans að þakka …