Miðvikudagur 8. janúar, 2025
-8.2 C
Reykjavik

Bjarnabætur Katrínar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hart er sótt að Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra þessa dagana og vinsældir hennar og flokks hennar hafa hríðfallið, ef marka má kannanir. Stjórnarandstaðan fer hamförum og Jóhann Páll Jóhannsson, alþingismaður Samfylkingar, sagðist í ræðu ekkert botna í því hvers konar stjórnmálamaður hún væri orðin. Katrín tók þessum ávirðingum af alkunnri prúðmennsku.

Ástæðan fyrir þessum umskiptum er auðvitað dauðadans VG við Sjálfstæðisflokkinn og sú tilfinning fólks að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og hans liðsmenn ráði því sem þeir vilja og að Vinstri grænir hafi gefið eftir í öllum þeim málum sem áður voru þeim heilög. Stundum geta mismæli verið í senn skondin og lýsandi. Katrín lenti í einu slíku í sjónvarpsfréttum þar sem hún var að lýsa bættri stöðu barnafólks með hærri barnabótum. „Bjarnabætur,“ var nýyrðið sem féll henni af vörum. Einhver kynni að segja að nóg væri mulið undir Sjálfstæðisflokkinn þótt barnabæturnar væru ekki kenndar við formann þeirra …

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -