Eftir mikið þóf virðist loksins vera að komast mynd á nýja ríkisstjórn eftir brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur forætisráðherra. Talið var óhugsandi í fyrstu að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, yrði í forsæti með spillingarmál sín tengd Íslandsbanka og klíkuráðningum í bakpokanum. Nú er annað í spilunum.
Það flýgur fyrir að Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra og fótgönguliðar hennar í VG. hafi fallist á upphafningu Bjarna gegn þeirri skiptimynt að henni verði bjargað frá hvalamálinu og vantrauststillaga Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, á hendur henni felld. Það stefnir því í þá ótrúlegu stöðu að Vinstri grænir taki ábyrgð á Bjarna og Sjálfstæðismenn ábyrgist Svandísi.
Ringulreið er á stjórnarheimilinu eftir að Katrín tilkynnti um afsögn. Stjórnarflokkarnir þrír glíma allir við fylgishrun samkvæmt könnunum og Vinstri grænir eru á mörkum þess að detta út af þingi. Samstaða þeirra um að halda áfram þykir einkennast af hræðslubandalagi …