Gríðarlegur titringur er innan stjórnkerfisins vegna ölvaða ráðherrans sem lögreglan fletti ofan af í ólöglegu partýi í Ásmundarsal. Gefið var út í fréttatilkynningu að samferðafólk hans hefði verið með dólgshátt við lögreglu og sakað um rasisma. Einnig að þar hefði verið ónafngreindur háttvirtur ráðherra. Eftir að fjölmiðlar hafa leitað eftir viðbrögðum í morgun stendur Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, einn eftir. Bjarni hefur marga fjöruna sopið á ferli sínum og komist undan afsögn vegna mála sem aðrir hefðu ekki staðið af sér. Gárungar hafa nefnt han Teflón-manninn með vísun í að ekkert loðir við hann. Nú er Bjarni í þeirri úlfakreppu að á honum standa öll spjót vegna meintra, alvarlegra brota á sóttvarnalögum. Spurt er hvort teflónið haldi í svo stóru máli …