Bjarni Harðarson, bóksali og rithöfundur, fer gjarnan ótroðnar slóðir og er ófeiminn við að tjá sig um viðkvæm mál. Bjarni skrifar í dag grein sem hann birtir í Fréttablaðinu. Þar kemur hann Talibönum öðrum þræði til varnar og lætur í ljósi þá skoðun að íslenskir og erlendir rasistar séu að hnjóða í þá. „Og það er að sönnu rétt að menn þessir eru ekki talsmenn frjálsræðis meðal kvenna og raunar ekki frjálsræði nokkurs manns ef út í það er farið. Allt í fari þessa fólks lýtur ströngum aga feðraveldisins og verkar í heild heldur óhugnanlega. En að fólk þetta séu siðlausir villimenn eða illmenni er ekki bara rangt heldur og einnig vitnisburður um djúpstæðan rasisma, mannhatur og hroka,“ skrifar Bjarni …