Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Bjarni skoðar stjórnarslit

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Líf ríkisstjórnarinnar hangir á bláþræði eftir að Svandís Svararsdóttir, formaður Vinstri-grænna, ákvað og fékk samþykkt á landsfundi flokksins að kosið verði í vor en ekki í haust þegar kjörtímabilinu lýkur. Innan Sjálfstæðisflokksins er gríðarleg reiði vegna þessa og krafa um stjórnarslit liggur í loftinu.

Óli Björn, Kárason alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lýst því afdráttarlaust að stjórnin sé ekki á vetur setjandi. Jón Gunnarsson, samflokksmaður hans og fyrrverandi dómsmálaráðherra, tekur í sama streng. Hermt er að sjónarmið þeirra félaga njóti stuðnings innan flokksins og það kunni að draga til tíðinda.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur fram að þessu ríghaldið í forsætisráðherrastólinn. Nú má aftur á móti merkja að hann er að verða fullsaddur af samstarfinu við VG. Í gær snupraði hann Guðmund Inga Guðbrandsson, félagsmálaráðherra og þáverandi formann VG, sem hringdi í ríkislögreglustjóra um miðja nótt til að bjarga Yazan Tamimi, langveikum dreng, frá því að vera fluttur úr landi. Þessi inngrip ráðherrans í málin þykja ekki standast skoðun um ásættanlega stjórnsýslu þótt hjartalagið að baki sé gott.

Fullyrt er að Bjarni skoði nú þá leið að slíta stjórnarsamstarfinu strax og reyna þannig að rífa flokkinn upp úr fylgishruni og því óyndi sem felst í stjórnarsamstarfinu fremur en að dröslast í gegnum veturinn með óstarfhæfa ríkisstjórn.

Ólíklegt er talið að Óli Björn og Jón taki þeim sönsum að sætta sig við áframhaldandi stjórnarsamstarf VG. Báðir eru þeir fremur utanveltu í flokknum en hafa samt slagkraft. Allt getur gerst í stjórnarsamstarfinu þar sem samskiptin eru við frostmark og feigðin liggur í loftinu …

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -