Þriðjudagur 14. janúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

Bjarni þarf vernd

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það var dimmt yfir hefðbundnum hátíðarhöldum á Austurvelli að morgni 17. júní. Stórt svæði var afgirt til að vernda ráðamenn og þá ekki síst Bjarna Benediktsson forsætisráðherra sem situr í embætti í ónáð stórs hluta þjóðarinnar.

Fjöldi sérsveitarmanna og almennra lögreglumanna voru um allan Austurvöll á þjóðhátíðardaginn til að tryggja að mótmælendur kæmust ekki í tæri við forsætisráðherrann. Lögregluríkið var allt um kring á meðan Bjarni hélt ræðu sína, hrokafullur, og hafði áhyggjur af lýðræðinu og skautun í samfélaginu. Mótmælendur voru í fjarska og blésu í flautur og höfðu hátt. Sú spurning lá í loftinu hvort væri hættulegra heilbrigðu lýðræði, forsætisráðherrann umdeildi eða þeir sem mótmæltu spillingu stjórnmálanna. Þegar stórt er spurt …

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -