Björn Ingi Hrafnsson á Viljanum hefur marga fjöruna sopið undanfarin ár. Hann á að baki gjaldþrot og tröppugang í lífinu sem flestum þætti nóg um. Hann má þó eiga það að hann rís upp jafnharðan og hann hefur fallið til jarðar. Sú seigla hans að mæta á mörg hundruð blaðamannafundi Þríeykisins svonefnda, hefur vakið athygli og sumpart aðdáun. Nú hefur kappinn tekið enn eitt skrefið í upprisu sinni og er mættur til Úkraínu, á miða aðra leið, til að fjalla um stríðið og hörmungar þess. Þar þarf bæði kjark og áræði. Reikna má með að hann birtist á blaðamannafundum ytra undir slagorðinu Björn Ingi á Viljanum hér. Skemmtilegast væri ef hann næði að króa stríðsdólginn Vladimir Putin af einhversstaðar handan víglínunnar með ágengar spurningar sínar. Áform hans munu vera þau, ef marka má Fréttablaðið, að selja íslenskum fjölmiðlum stríðsfréttir sínar …