Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, virtist vera fremur bugaður við upphaf Kryddsíldarinnar á Stöð . Hann hefur gengið í gegnum mikil áföll undanfarið. Hann á Íslandsmet á skemmri vegalengdum í því að vera sá forsætisráðherra sem situr oftar en einu sinni en nær ekki að klára kjörtímabil eða flytja áramótaávarp.
Þá sló hann nýtt met í liðnum kosningum þegar Sjálfstæðisflokkurinn náði sínum versta árangri í sögu sinni og mældist með innan við 20 prósenta fylgi. Allt er upp í loft í flokknum og hver þungavigtin af annarri vill kjósa nýja forystu í febrúar í stað þess að fresta landsfundi. Meðal þeirra sem hafa stigið fram er Guðlaugur Þór Þórðarsson, áskorandi Bjarna, Dilja Mist Einarsdóttir alþingismaður, Bessý Jóhannsdóttir, leiðtogi eldri Sjálfstæðismanna, og Jón Kristinn Snæhólm sagnfræðingur.
Bjarni brást reiður við spurningu Kolbeins Tuma Daðasonar, stjórnanda Kryddsíldarinnar, sem spurði út í augljósa ólgu innan flokksins. Bjarni brást reiður við og saumaði að aumingja Tuma vegna greinar sem hann hafði skrifað á Vísi um málið. „Blaðamannablaður“ var lýsing leiðtogans á skrifum um ólguna í flokknum. Flestum er ljóst að Bjarni notaði frasann um blaðrið til að reyna að fela vandræði sín innan flokksins …