Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er smám saman að vakna upp á af þeim vonda draumi að himinn og haf skilur að kjósendur Sjálfstæðisflokksins og Vinstri-grænna. Samruni Vísis í Grindavík og Síldarvinnslunnar í Neskaupsstað veldur Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, ekki áhyggjum. Katrín finnur aftur á móti andstöðu eigin flokksmanna við gjörninginn og lýsir yfir þungum en hugsanlega innihaldslitlun áhyggjum af þeirri gríðarlegu samþjöppun sem á sér stað.
Kjölfestufjárfestir í Síldarvinnslunni er Samherji. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er jafnframt stjórnarformaður Síldarvinnslunnar og fer með þau völd sem þarf í félaginu. Þá fer sögum af miklum tengslum Samherja við Vísi í gegnum tíðna og óbein völd Samherja þar. Bleiki fíllinn í stofunni er því Þorsteinn Már sem liggur undir ámæli fyrir spillingu í Namibíu og víðar um heimsbyggðina. Skuggi hans hvílir yfir sameiningunni, rétt eins og þegar hann með alkunnri snilld náði aflaskipinu Guðbjörgu af Ísfirðingum þrátt fyrir gula loforðið ….