- Auglýsing -
Sá dáði sjónvarpsmaður, Bogi Ágústsson, hefur allan sinn starfsferil verið í skjóli Ríkisútvarpsins. Hann komst í þær álnir um tíma að verða sviðsstjóri fréttasviðs en þótti ekki nýtast sem skyldi því Páll Magnússon, þáverandi útvarpsstjóri, rak hann úr þeirri stöðu. Bogi gerir málið upp í viðtali við Morgunblaðið og lítur glaður um öxl og þakkar hinum umdeilda útvarpsstjóra. „… Þá gerði hann mér alveg stórkostlegan greiða,“ sagði Bogi. Páli var seinna sjálfum ýtt út vegna meints frammistöðuvanda …