Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, setti fram á Twitter mjög afgerandi vilja til skemmdarverka. „Fleiri sem fantasera í leyni um að lykla bíla sem lagt hefur verið ólögleglega uppi á gangstétt. Spyr fyrir vin,“ skrifar hún í stöðufærslu.
Lesendum er jafnframt gefinn kostur á því að taka þátt í skoððanakönnun um vilja sinn til að rispa bíla þeirra sem leggja ólöglega. 60 höfðu greitt atkvæði, þar af vilja 42 rispa bíla.
Afar sjaldgæft er að þeir sem stunda þá iðju að eða ala með sér draum um að rispa bíla með lyklum láti uppskátt um það áhugamál. Dóra Björt hlaut enda áminningu frá Ernu Ýr Öldudóttur sem er ekki þekkt fyrir að láta sér margt fyrir brjósti brenna. „Pínu ábyrgðarlaust stöðu þinnar vegna að gæla við hugmyndir um skemmdarverk, og það er mjög vandræðalegt að þurfa að benda þér á það,“ skrifar Erna Ýr …