Sú ákvörðun Bjarna Benediktssonar, nýkjörins alþingismanns, að hætta sem formaður virðist hafa komið einhverjum í opna skjöldu. Þetta hefur þó legið í loftinu og gríðarleg óánægja hefur verið með stjórntök hans og fylgistap flokksins sem þykir vera til háðungar. Bjarni var sjálfur kokhraustur fram til þess síðasta og sagði í Kryddsíldinni að það væri „blaðamannablaður“ að óánægja grasseraði í flokknum. Svo var hann skyndilega farinn og sestur í helgan stein.
Mikil valdabarátta er hafin í flokknum um formannsstólinn og margir nefndir til sögunnar. Þeirra á meðal er blaðamaður Morgunblaðsins, Stefán E. Stefánsson, sem andstæðingum flokksins þykir vænlegur kostur. Innmúraðir líta á þá hugmynd sem brandara og kosning hans yrði eins og að senda mink inn í hænsnabú til að stilla til friðar.
Hulduher Guðlaugs Þórs Þórðarssonar er þegar farinn að vígbúast. Þar á bæ binda menn mestar vonir við að bæði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Þórdís Kolbrún Reykjafjörð Gylfadóttir gefi kost á sér og skipti með sér fylginu og auki þannig möguleika Guðlaugs á sigri …