Föstudagur 17. janúar, 2025
1.2 C
Reykjavik

Bryndís kölluð lygari

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bryndís Haraldsdóttir, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, þykir á köflum vera eldklár og pólitískt klók. Ekki hefur verið algengt að hún missi fótanna í umræðunni. En nú er hún í skotlínu þeirra sem láta sér annt um það fólk sem leitar eftir hæli á Íslandi. Illugi Jökulsson rithöfundur fer í hana með kjafti og klóm eftir að hún sakaði  flóttamenn, sem vísað var úr landi, um að ljúga því að þau séu lent á götunni í Grikklandi. „Þegar verið að segja að það sé verið að senda fólk á götuna, svo er ekki,“ hefur Illugi eftir Bryndísi. Aðspurð um flóttamann sem hélt til á garðbekk á Grikklandi var svar hennar einfalt: „Ég vona að hann fái inni einhvers staðar.“

Illugi spyr hvort Bryndís hafi enga sómatilfinningu og leggur til að hún verði send til Grikklands til að komast að sannleikanum „svo hún sé ekki að ljúga upp á saklaust fólk“ …

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -