Reiknað er með nýrri ríkisstjórn undir forsæti Kristrúnar Frostadóttur fyrir jólin. Þar með mnun starfsstjórn Bjarna Benediktssonar hverfa af sviðinu eftir að verið nokkuð athafnasöm á umdeildum sviðum. Margir hafa beðið þess með eftirvæntingu hvort Sjálfstæðisflokkurinn myndi skipa nýjan dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur. Þar er einn helsti gæðingur flokksins, Brynjar Níelsson fyrrverandi þingmaður, á meðal umsækjenda. Brynjar er miklum kostum búinn og víst að hann myndi sóma sér vel í dómaraskikkjunni.
Spennan er sú hvort það falli í hlut nýs dómsmálaráðherra ríkisstjórnar Kristrúnar að skipa dómarann eða hvort Guðrún Hafsteinsdóttir, settur dómsmálaráðherra, nái að ljúka málinu í hvelli með réttsýni og kalt mat að leiðarljósi …