Brynjar Níelsson, fyrrverandi alþingismaður, er einhver sá allar fyndnasti á Facebook. Í nýjustu færslu sinni gerir hann stólpagrín að sjálfum sér og eiginkonunni sem hann segir að þjáist af gjafafíkn. Hann hefur uppgötvað að þessi fíkn ágerist með aldrinum, þvert á það sem gerist með kynlífsfíkn. Gefur Brynjari orðið:
„Svo hef ég tekð eftir því að gjafafíkn, sem meðferðarfulltrúar gefa lítinn gaum, ágerist með aldrinum, öfugt við kynlífsfíkn. Soffía er illa haldin af þessari fíkn. Henni finnst ekki mikið að gefa barnabörnunum fjóra pakka hverju. Ég myndi ekki tuða mikið yfir þessu magni ef ekki væru nokkrar gjafir í hverjum pakka,“ skrifar Brynjar í sama pistli er með óborganlega lýsingu tveggja mánaða afastráki sínum.