Föstudagur 10. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Brynjar snýr baki við Bjarna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Brynjar Níelsson, fyrrverandi alþingismaður, hefur lengi verið grjótharður stuðningsmaður Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins og verið öflugur í vörn þessa umdeildasta stjórnmálamanns landsins. En nú er komið annað hljóð í strokkinn og Brynjar svipast um eftir nýjum formanni.

Brynjar og Sigríður Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, mættu í Reykjavík síðdegis til að ræða vandræði Sjálfstæðisflokksins og forystu hans. Þar kom fram að bæði telja að Sjálfstæðismenn í ríkisstjórn hafi brugðist. Þá telja þessir gömlu þulir flokksins að hvorki Áslaug Arna SigurbjörnsdóttirÞórdís Kolbrún Reykjafjörð Gylfadóttir eigi erindi í formannsstólinn þar sem þær bæru ábyrgð á hruni á fylgi flokksins.

Brynjar sagði að hver sá sem ætlaði sér að ná kjöri sem formaður yrði að sannfæra fólk um að breytingar yrðu á núverandi stefnu flokksins og „mjög snúið fyrir þau sem eru í forystunni í dag og þá sem eru í ráðherraliðinu og koma fram og segja við erum rétta fólkið til þess að breyta þessu. Það getur bara verið mjög erfitt,“ sagði Brynjar og lýsti sig opinn fyrir því að öflugur flokksmaður utan framvarðarsveitarinnar tæki við keflinu sem formaður.

Þessi opinbera skoðun Brynjars og Sigríðar er sérstök að því leyti að hefðin í Sjálfstæðisflokknum hefur gjarnan verið sú að tala ekki formann flokksins niður …

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -