Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, hefur verið afgreiddur innan Samfylkingarinnar sem aukaleikari og fram að þessu hefur hann enga vegtylllu fengið.
Hann sætti þeim örlögum í kosningunum að vera útstrikaður og færður niður um eitt sæti eftir hvatningu Kristrúnar Frostadóttur formanns. Dagur var svo heppinn að Þórður Snær Júlíusson frambjóðandi vað uppvís að kvenhatri og neyddist til að segja sig frá þingsæti. Þar með skrönglaðist hann aftur upp í annað sætið.
Nú virðist vera að rofa til hjá Degi. Vísir upplýsir að hann fái þá dúsu að verða varaformaður Fjárlaganefndar. Ekki er víst að sá plástur á svöðusárið dugi til að róa Dag og samherja hans í Samfylkingunni. Viðbúið er að þegar hveitibrauðsdögum ríkisstjórnarinnar lýkur muni Dagur og klíka hans verða til ófriðs við fyrsta tækifæri …