Talsvert hefur gengið á að tjaldabaki við uppstillingu á lista Samfylkingar í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, mun haf asótt það fast í fyrstu að verða oddviti í öðru kjördæmanna. Þessu hafnaði Kristrún Frostadóttir. Formaðurinn taldi eins og fleiri að Dagur væri of umdeildur vegna borgarmálanna til þess að vera í framlínunni og umræðan myndi fara í að ræða um borgarmálin. Hún leyfði borgarstjóranun aftur á móti að vera náðarsamlegast í öðru sæti á sínum lista.
Einkaskilaboð Kristrúnar til kjósanda í Grafarvogi um að hann yrði ekki ráðherra og hann gæti strikað út Dag hafa vakið athygli. Þá vekur einnig athygli að Dagur segist sjálfur hafa sóst eftir öðru sæti á listanum og vilji leggja flokknum lið sem óbreyttur þingmaður.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaþingmaður Samfylkingar, barði einnig ákaft að dyrum Samfylkingar og vildi fá öruggt þingsæti. Rósa hafði flúið frá VG á sínum tíma og var í framboði fyrir Samfylkingu þar sem hún hreppti sæti varaþingmanns. Að þessu sinni var henni hafnað. Húm brá skjótt við og fór aftur heim í VG með þær yfirlýsingar á reiðum höndum að hún væri ósátt við stefnu Samfylkingar í ýmsum málum, rétt eins og hún var áður ósátt við stefnu VG. Hún fékk annað sæti á lista í Reykjavík …