Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.6 C
Reykjavik

Dagur vill meira

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Staða Samfylkingarinnar hefur stöðugt verið að styrkjast undir stjórn Kristrúnar Frostadóttur formanns. Raunverulegur möguleiki er á því að Samfylking verði stærsti flokkurinn eftir næstu kosningar. Á sama tíma er Sjálfstæðisflokkurinn að visna undir stjórn Bjarna Benediktssonar sem glímir við ýmis óþægileg mál og virkar áhugalaus. Þessi staða kemur fram í könnunum og hefur valdið Skrímsladeildinni í Hádegismóum mikluma ama. Mogginn hefur hamast á Kristrúnu vegna hlutabréfasölu hennar og skattlagningar á bréfunum. Fæstir lesenda botna í meintum glæp en áfram er haldið.

Innan Samfylkingar hafa menn áhyggjur af mannavali til framboðs. Kristrún mun augljóslega að leiða flokkinn í öðru Reykjavíkurkjördæmanna en sterkan kandídat vantar í hitt kjördæmið. Áhugi stendur til þess að fá Dag B. Eggertsson, fráfarandi borgarstjóra, til að taka slaginn. Fullyrt er að hann sé sjálfur tilbúinn nú þegar ferill hans er á enda. Hann vill meira. Víst er að hann nýtur mikils fylgis og er hafsjór af reynslu þótt deilt sé um fjármálastjórn hans.

Í Suðurkjördæmi er oddvitinn, Oddný Harðardóttir, á förum. Björgvin G. Sigurðsson, sem leiddi viðskiptarátuneytið í hruninu, mun hafa áhuga á því að snúa aftir úr útlegðinni og leiða flokkinn æi kjördæminu. Áhugi á endurkomu hans er fremur dræmur en hann er þekktur fyrir að vera fylginn sér og var á árum áður sigursæll …

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -