Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Dauðaganga Vinstri-grænna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vinstri-grænir eru í vonlausri stöðu eftir að Katrín Jakobsdóttir færði Bjarna Benediktssyni forsætisráðherrastólinn á silfurfati og fór í forsetaframboð. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, sitjandi formaður, er að flestra mati hinn vænsti maður en sneiddur leiðtogahæfileikum í vonlausri stöðu eftir að Katrín Jakobsdóttir færði Bjarna Benediktssyni forsætisráðherrastólinn á silfurfati og fór í forsetaframboð. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, sitjandi formaður, er að flestra mati hinn vænsti maður en sneiddur þeim leiðtogahæfileikum sem þarf til að ná flokknum upp úr hyldýpi fylgishrunsins.

Nýjasta mæling mælir VG með 3,3 prósent fylgi sem er sú einkunn sem Katrín Jakobsdóttir fær fyrir ístöðuleysið gagnvart Sjálfstæðisflokknum. Það þarf nánast kraftaverk strax til að von eigi að vera til að bjarga flokknum úr brunarústunum.

Innan VG var fólk sem vildi landsfund strax í júní og stjórnarslit í framhaldinu. Guðmundur Ingi fékk það fram að ekki verður kosið um nýja forystu fyrr en í haust. Þar með fær hann að sitja áfram í ráðherraembætti á skilorði  líkt og Svandís Svavarsdóttir, sem af mörgum er talinn vera arftaki hans. Vandi Svandísar er aftur á móti sá að hún er ásamt Katrínu og Guðmundi Inga, fullkomlega ábyrg fyrir öllum þeim afsláttum sem gefnir hafa verið fyrir völdin. Öllum prinsippum flokksins hefur verið fleygt fyrir róða og sú höfuðsynd framin að gera Bjarna að fprsætisráðherra.

Ekki verður séð að haustið eigi eftir að bjarga miklu fyrir VG og annaðhvort dauði eða örlög smáflokksins bíða handan við næstu kosningar …

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -