Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er undir í umræðunni um fjármál Reykjavíkur og þann mikla vanda sem blasir við. Augljóst er af umræðunni að dæma að borgarstjórinn er á förum og hugur hans fjarri því verkefni að koma málum í lag. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæisflokksins, hefur farið hamförum vegna ástandsins í borginni og meintrar óráðssíu sem leitt hafi til rekstrarafhroðs sem birtist í 15 þúsund milljóna króna tapi á síðasta ári eða sexfalt meira en Dagur og félagar hans höfðu áætlað.
Tekið er eftir því hve daufur Dagur er í tilsvörum. Hann mætti Hildi Björnsdóttir, leiðtoga borgarstjórnar, í útarpsþætti í gær og var að vanda kurteis en jafnframt varnarlaus undir stórskotahríð Hildar sem hann hefur fram þessu haft í fullu tré við. Dagur reyndi að benda á að önnur sveitarfélög eriu í svipuðum vanda. Þá áréttaði hann að vandinn væri tilkominn vegna fatlaðs fólks en náði illa í gegn með varnarræður sínar. Hildur var aftur á móti hin kjaftforasta og áréttaði þá ósmekklegulýsingu sína að arftaki Dags, Einar Þorsteinsson, yrði í raun skiptastjóri eða útfararstjóri í sínu embætti sem borgarstjóri.
Miklar áhyggjur eru innan meirihlutans vegna stöðunnar sem þykir vera ávísun á fylgishrun flokkanna sem leiða í meirihluta borgarstjórnar …