Morgunblaðið hefur farið áður ótroðnar slóðir að undanförnu. Blaðið reið á vaðið með að upplýsa á dögunum að Davíð Sigurgeirsson, fyrrverandi eiginmaður söngkonunnar Jóhönnu Guðrúnar Jónsdóttur, hefði skráð sig á Tinder í leit að ást. Davíð Oddsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Moggans, gerði svo enn betur í gær þegar fjölmiðill hans upplýsti að fjölmiðlakonan Guðrún Dís Emilsdóttir og Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri væru að skilja. Óljóst er hvar mörk blaðsins liggja varðandi fréttir af fólki. Andlátsfréttirnar hafa verið burðarás í blaðinu en nú virðist sem Morgunblaðið hafi stigið enn eitt skrefið í átt til lífsins og Davíð sé kominn í samstarf við Tinder um að upplýsa um fólk sem þar ráfar um í ástarsorg eða einfaldlega í leit að ástinni …