Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, fyrrverandi ráðherra vísinda, iðnaðar og nýsköpunar, fékk dágóða athygli þegar Heimildin upplýsti að ráðuneyti hennar hefði keypt dönsk hönnunarhúsgögn fyrir 10.2 milljónir króna af versluninni Norr11 Ísland ehf.
Margir undrast að Áslaug Arna skyldi ekki nota tækifærið og kaupa innnlend húsgöng til að prýða ráðuneyti sitt. Einhverjum þótti viðskiptin lykta af vinagreiða eða annarri spillingu.
Hjónin sem reka búðina heita Magnús Berg Magnússon og Júlíana Sól Sigurbjörnsdóttir. Magnús er sonur sjálfstæðismannsins og auðmannsins fyrrverandi, Magnúsar Kristinssonar í Vestmannaeyjum sem vann sér það meðal annars til frægðar að eiga þyrlu til að skjótast á í vinnuna á útrásartímanum. Seinna lenti hann í klandri fjárhagslega.
Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir er skráð sem raunverulegur eigandi að húgagnaversluninni. Hún kann sitt fag enda af Hagkaupsfjölskyldunni og gift Jóni Ásgeiri Jóhannessyni stofnanda Bónuss og Prís(s). Það skondna er að algjör óvissar ríkir um framtíð ráðuneytisins og fokdýru húsgögnin sem gætu lent á skransölu …