Nokkuð ber á því að börn stjórnmálamanna stígi fram á sviðið og vilji komast til áhrifa í sveitarstjórnum. Margrét Bjarnadóttir kokkanemi er eitt þeirra. Hún hefur breitt út vængina og vill komast í bæjarstjórn Garðabæjar og hefja þar stjórnmálaferil sinn. Henni fylgir í upphafi sá meðbyr og forgjöf að vera dóttir Bjarna Benediktssonar formanns. Þess utan er hún sögð eldklár og líklegt er að hún fljúgi inn í bæjarstjórn.
Annar afkomandi stjórnmálaskörungs, sem vill komast til metorða, er Þór Sigurgeirsson á Seltjarnarnesi. Hann er sonur, Sigurgeirs Sigurðssonar, eins farsælasta bæjarstjóra allra tíma á Nesinu. Það mun væntanlega gefa syninum byr undir báða vængi. Tími barnanna virðist vera runninn upp …