Laugardagur 28. desember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Draumaprinsinn Sigmundur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Miklar vangaveltur eru um framtíð Framsóknarflokksins eftir tjónið í kosningunum þegar helstu vonarstjörnur flokksins, Lilja Alfreðsdóttir og Ásmundur Einar Daðason, misstu þingsæti sín en Sigurður Ingi Jóhannsson formaður komst naumlega af í skjóli Höllu Hrundar Logadóttur, sem náði kjöri og dró formanninn með sér. Flokkurinn er í þeirri ömurlegu stöðu að vera með formann sem leiddi hann í stærsta ósigur flokksins í sögu hans.

DV fjallar um þessi mál af nokkurri léttúð en þó með alvarlegum undirtóni. Þar er reifuð sú hugmynd að leið framsóknarmanna til lífs kunni að vera sú að sameinast Miðflokknum og gera Sigmund Davíð Gunnlaugsson að formanni hins sameinaða flokks. Reyndar telur DV að Sjálfstæðisflokkurinn eigi einnig erindi í sameininguna en það er fjarlægur möguleiki. Möguleg endurkoma Sigmundar Davíðs vekur einhverjum framsóknarmanninum hroll en aðrir gleðjast yfir mögulegri endurreisn leiðtogans sem á sínum tíma leiddi flokkinn til mikilla sigra.

Þessi draumur um sameiningu undir draumaprinsinum Sigmundi kann þó að vera fjarlægur því Sigurður Ingi hefur boðað að hann fari um landið á næstunni til að reisa flokk sinn úr rústunum. Spurningin er þá sú hvort hann hafi stuðning hins almenna framsóknarmanns til að leysa úr klúðrinu …

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -