Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, lét falla umdeild ummæli á dögunum þegar hún gortaði af fáum sýkingum vegna Covid á Akureyri. Lét hún í það skína að Akureyringar væru svo hreinlátir og passasamir að þeir hefðu slopppið betur en höfuðborgarbúarnir. Bað hún aðra landsmenn náðarsamlegast að halda sig fjarri Akureyri. Ummælin hafa nú sprungið í andlit bæjarstjórans þar sem smit eru orðin algeng og dreifð á Akureyri, ekki síður en í Reykjavík. Víst er að Ásthildur mun sitja uppi með þessi dýrkeyptu ummæli það sem eftir er af hennar pólitíska lífi. Lærdómurinn er væntanlega sá að hafa ekki veiruna eða áhrif hennar í flimtingum eða reyna að slá pólitískar keilur með skaðræðinu …