Margir hafa áhyggjur af þeim ofsa sem er ráðandi hjá ákveðnum hópi fólks varðandi fólk sem misstígur sig í lífinu og er tekið af lífi í umræðunni án dóms og laga. Kolbrún Bergþórsdóttir blaðamaður skrifar snarpan leiðara í Fréttablaðið í dag þar sem hún reifar þessi mál. „Allt þetta mál er dæmi um það þegar farið er algjörlega offari. Fullyrðingum og ásökunum er kastað fram og þar sem margir fara á taugum,“ skrifar Kolbrún.
Guðmundur Oddsson skrifar aðsenda grein í Moggann þar sem hann er á svipuðum nótum. Hann vísar í Kastljósviðtal við áhrifavaldinn Eddu Falak sem telji að sá sem „brotið hefði af sér gagnvart annarri persónu skyldi nánast bannfærður það sem hann ætti eftir ólifað“. Ljóst er að seinasta orðið hefur ekki verið sagt í þessum málum …