Föstudagur 17. janúar, 2025
2.7 C
Reykjavik

Edda Sif fann ljósið í Katar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fæstir botna í þeirri milljónaútgerð Sjónvarpsins að senda teymi undir stjórn Eddu Sifjar Pálsdóttur íþróttafréttamans til Katar. Edda Sif er þar ásamt Heimi Hallgrímssyni fyrrverandi landsliðsþjálfara. Þau eru gjarnan með innslög í fréttatíma Sjónvarpsins um hitt og annað í Katar.

Stjórnvöld í landinu hafa verið fordæmd fyrir andúð sína á samkynhneigðum og meðferð á erlendu verkafólki. Fjöldi þjóða hefur líst óánægju sinni með það að ferðafólki og þátttakendum á heimsmeistaramótinu hafi verið þröngvað til þess fylgja fordómafullum reglum. Þar ber hæst að samkynhneigðir mega ekki hegða sér eins og gagnkynhneigðir og eiga í raun að vera í felum.

Edda Sif sló á nýja strengi í umræðunni og fann ljósið þegar hún fékk sjúkraþjálfarann Jónas Grana Garðarsson í íþróttafréttatíma Sjónvarpsins til að réttlæta framgöngu stjónvalda. Jónas býr ásamt fjölskyldu sinni í Katar og lýsti því hve flest væri gott og blessað í þessu landi fordómanna þótt vissulega mætti finna einhverja hnökra.

Spurt er um dagskrárstefnu Sjónvarpsins þegar iþróttafréttatímar eru orðnir vettvangur réttlætinga á mannréttindabrotum. Athyglisvert er einnig að Edda Sif lýsir almennt ekki leikjum sem fram fara ytra. Það gera íþróttamenn heima á Íslandi. Hlutverk Eddu virðist vera það eitt að vera á vappi í leit að gleðifréttum …

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -