Í nýjum samstarfssáttmála Kryddpíanna undir stjórn Heiðu Bjargar Hilmisdóttur borgarstjóra er greint frá því að selalaugin í Húsdýragarðinum verði stækkuð en upphaflega átti gera það árið 2022. Þeim framkvæmdum var þó frestað áður en þær hófust af fullri alvöru.
Ekki eru allir sáttir með þá ákvörðun að hefja framkvæmdir aftur enda var reiknað með að þær myndu kosta 125 milljónir árið 2022 og hægt er að gera ýmislegt fyrir slíka fjármuni. Í grein sem Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur, skrifaði fyrir stuttu sagði hún málið snúast um dýravelferð. Laugin þyki alltof lítil miðað við þau viðmið sem sett eru í dag og ekki megi sleppa selunum í sjóinn samkvæmt lögum.
Þá vekur hún einnig athygli á að hún hafi sjálf efasemdir um hvort að tilvist dýragarða sé yfirhöfuð eitthvað sem eigi að vera til í nútímasamfélagi. Þó að vissulega það sé umhugsunarefni þá búa dýrin í Húsdýragarðinum við betri aðstæður en mörg gæludýr á landinu. Það þekkja allir að minnsta kosti einn hundaeiganda sem á ekkert erindi til þess. Þó verður að teljast ólíklegt að hundahald verði bannað aftur í borginni þrátt fyrir það …