Mánudagur 20. janúar, 2025
1.1 C
Reykjavik

Eftirbátur Áslaugar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ekki er að sjá miklar breytingar hjá sjálfstæðismönnum í Reykjavík fyrir komandi kosningar aðrar en þær að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun væntanlega hirða fyrsta sætið í í sameiginlegu prófkjöri ef raðsímtöl til lögreglustjóra skaða hana ekki meira en orðið er.  Sigríður Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, fellur væntanlega niður listann vegna klúðurs með skipan dómara í Landsrétt. Allt stefnir í að Guðlaugur Þór Þórðarson utanrikisráðherra verði eftirbátur Áslaugar en haldi fyrsta sætinu í öðru kjördæminu. Stuðningsmenn Guðlaugs hafa gælt við þá hugmynd að kosið yrði á lista í hvoru kjördæmi fyrir sig og honum forðað frá niðurlægingu en það er ekki talið raunhæft. Áhyggjur djúpþenkjandi sjálfstæðismanna snúa helst að því að gamlir jálkar á borð við þingmennina Brynjar Níelsson og Birgi Ármannsson fái ekki mótframboð sem eitthvað kveður að og sigli átakalaust í tilþrifaleysi sínu í örugg sæti. Helsta nýnæmið sem býðst er Borgar Þór Einarsson, aðstoðarmaður Guðlaugs, sem lengi hefur þráð pólitíska upphefð. Vandi hans er sá að hann hefur litla útgeislun og er þess utan þekktur fyrir reiðiköst og ákveðna vanstillingu …

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -