Mikill hiti er hlaupinn í umræður um meinta barnagirnd séra Friðriks Friðrikssonar og slaufun á prestinum. Helgi Áss Grétarsson, varaborgarfulltrúi og skákmeistari, skrifaði grein í Vísi þar sem hann fordæmdi það hugleysi sem einkenni viðbrögð við málinu og þann skort sem sé á sönnunum um það sem presturinn á að hafa brotið af sér. Meðal þeirra sem hafa fordæmt séra Friðrik eru borgaryfirvöld í Reykjavík.
Það voru þeir félagar Guðmundur Magnússon sagnfræðingur og Egill Helgason, starfsmaður RÚV, sem reistu málið á hendur prestinum í bókmenntaþættinum Kiljunni þar sem þeir ræddu um bók Guðmundar sem byggir á lífshlaupi séra Friðriks. Umræðuefni þeirra félaga snerist að mestu leyti um frásögn manns sem sagði Guðmundi frá því að presturinn hefði nálgast sig með ósæmilegum hætti. Frásögnin er nafnlaus.