Morgunblaðið birti í morgun ásakanir Gústafs Adolfs Skúlasonar á hendur sjónvarpsmanninum geðþekka, Agli Helgasyni. Gústaf Adolf er lítt þekktur öðrum en hlustendum Útvarps Sögu. Hann heldur því að Egill vilji hengja Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta. Sú ályktun er dregin á frekar hæpnum forsendum. Egill birti á Facebook mynd frá uppþotinu í janúar þar sem Trumpistar héldu á gálga með snöru. Egill furðar sig á þessu. „Birtir Morgunblaðið hvaða rugl sem því berst? Þetta er eitthvað það vitlausasta sem ég hef lesið – að í lítilli færslu sem ég skrifaði um árásina á þinghúsið í Washington hafi ég hvatt til þess að fyrrverandi Bandaríkjaforseti yrði hengdur, sökum þess að með færslunni birti ég mynd af gálga sem stuðningsmenn Trumps reistu fyrir utan Capitol. Ég meina það – hvílík della”…