Huginn Freyr Þorsteinsson, stjórnarformaður könnunarfyrirtækisins Gallup, er jafnframt kosningastjóri Katrínar Jakobsdóttur. Huginn Freyr fer með mikil völd í heimi auglýsinga og skoðanakannana þar sem hann er jafnframt einn eigenda auglýsingastofunnar Aton sem stýrir kosningabaráttu Katrínar.
Nokkrar áhyggjur eru vegna þessarar stöðu þar sem Gallup er í afar viðkvæmri stöðu þar sem kemur að slíkum tengslum og allur vafi í könnunum eða útfærslu þeirra getur stórskaðað fyrirtækið.
Huginn Freyr var á sínum tíma aðstoðarmaður Steingríms J. Sigfússonar, fyrrverandi formanns VG. Meðeigendur hans að Gallup eru Valdimar Halldórsson, Agnar Lemacks og Ingvar Sverrisson. Huginn Freyr þykir vera eldklár og mikill fengur fyrir Katrínu að hann skuli standa í stafni framboðsins.
Katrín er í harðri baráttu um forsetaembættið. Hún, Halla Tómasdóttir og Halla Hrund Logadóttir eru á svipuðum slóðum í fylgi þótt Halla Hrund leiði …