Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Einelti á Vigdísi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vigdís Häsler, fyrrverandi framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, komst svo sannarlega á blað þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, viðhafði um hana rasísk ummæli með því að kalla hana þessu svörtu. Sigurður var lengi vel þögull um málið en endaði svo með því að biðjast afsökunar.

Vigdís fékk aftur á móti fyrir ferðina hjá Bændasamtökunum nokkru seinna þegar hún var rekin. Það gerðist eftir að nýr formaður, Trausti Hjálmarsson, komst til valda. Vigdís  tók við völdum. Hún segir í samtali við Heimildina að kosningavél Framsóknarflokksins hafi verið ræst til að koma nýja formanninum til valda.

Eftir að Trausti tók við í vor hafi samskipti hans og Vigdísar verið mjög sáralítil og aðeins að hennar frumkvæði. „Ef ég hefði verið á almennum vinnumarkaði hefði þetta verið bullandi einelti,“ segir Vigdís við Heimildina. Seinna flaug fyrir að brottrekstur hennar hafi verið af pólitískum toga og hún væri stöðugt í „einhverjum átökum.“

Það borgar sig greinilega ekki að lenda upp á kant við Framsóknarfliokkinn og bændur. Sigurður ingi virðist þó hafa sigrast á fordómum sínum ef marka má þrumræðu hans í umræðuþætti Ríkisútvarpsins í gær hvar hann flutti eldmessu um að við ættum að vera góð við útlendinga …

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -