Föstudagur 10. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Einkamál Þóru

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eitthvert mesta klúður sem sést hefur í íslenskri löggæslu snýst um þriggja ára rannsókn lögreglunnar á Akureyri á byrlunarmáli Páls Steingrímssonar skipstjóra. Hópur af blaðamönnum var settur í stöðu grunaðra en síðan málið allt fellt niður.

Fyrir liggur að fyrrverandi eiginkona Páls rændi farsíma hans þegar hann lá meðvitundarlaus á sjúkrabeði. Konan fór síðan með símann í höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins og afhenti hann að sögn þeim Þóru Arnórsdóttur, ritstjóra Kveiks, og Arnari Þórissyni aðalframleiðanda þáttarins. Þriðji starfsmaður RÚV var kallaður til. Hann er grunaður um að brjóta upp símann þar sem var að finna samskipti varðandi Samherja. Svokallað Skæruliðamál varð til og vakti gríðarlega athygli.

RÚV frumbirti engar fréttir og var aðeins milliliður í málinu. Páll skipstjóri hefur lýst því að Þóra, sem nú er talsmaður Landsvirkjunnar, hafi verið með í ráðum þegar símanum var rænt og honum framvísað í ríkisfyrirtækið.

Skæruliðamálinu er síður en svo lokið. Ríkissaksóknari mun þurfa að taka afstöðu til frávísunar málsins. Þá er til skoðunar hjá Páli að fara í einkamál við Þóru vegna málsins. Víst er að málinu er síður en svo lokið …

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -