Gríðarlegur hiti er hlaupinn í Samherjamálið eftir að Kveikur kortlagði höfuðstöðvar fyrirtækisins á Kýpur og leiddi fram rök fyrir því að þar sé ekki raunverulegur rekstur. Samherji neitaði að svara spurningum varðandi þetta atriði og meintar mútur. En nú eru allir kallaðir á dekk í vörninni. Eftirlaunamaður nokkur, Hjörleifur Hallgrímsson á Akureyri, skrifar grein í moggann og kallar Helga Seljan lygara og vegur að heiðri Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra og kallar hann Akureyring sem hafi hrakist á milli vinnustaða.
„Eftir einelti RÚV og Helga Seljan fréttamanns í því máli sem kallað var vafasöm viðskipti Samherja og Þorsteins Más forstjóra við norska bankann DNB, og látið að því liggja að um glæpamál væri að ræða, hefur sannleikurinn komið í ljós en ekki til framdráttar eineltisliðinu. Þarna var um að ræða þá aðila hjá RÚV þar sem ræður ríkjum Akureyringurinn Stefán Eiríksson, sá sem hefur hrakist á milli starfa hjá ríki og borg með
misjöfnum árangri, og eftirtekjur í þessu Samherjamáli tómar lygar,“ skrifar Hjörleifur og sparar hvergi stóru orðin í óhróðri sínum um þá sem sumir myndu kalla sómanenn …